Forsetinn staðfestir Icesave-lög

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, hef­ur staðfest lög um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­inga við Hol­lend­inga og Breta.

For­set­inn seg­ist í yf­ir­lýs­ingu staðfesta lög­in með sér­stakri áritaðri til­vís­un til fyr­ir­vara Alþing­is. Um leið læt­ur hann í ljósi þá ósk, að kraft­ar þings og þjóðar verði sam­einaðir í því brýna verk­efni að end­ur­reisa ís­lenskt efna­hags­líf, styrkja fjár­hag heim­il­anna og stoðir at­vinnu­veg­anna.

í yf­ir­lýs­ingu for­set­ans seg­ir að lög­um um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­ing­anna þann 28. ág­úst 2009, séu marg­vís­leg­ir fyr­ir­var­ar sem sett­ir voru í hið upp­haf­lega frum­varp.

Fyr­ir­var­arn­ir séu niðurstaða sam­vinnu full­trúa fjög­urra þing­flokka í fjár­laga­nefnd Alþing­is og byggðir á til­lög­um og hug­mynd­um fjölda sér­fræðinga og áhuga­fólks á al­menn­um vett­vangi.

Þá seg­ir að samstaða hafi náðst á Alþingi og utan þess um að af­greiða lög­in í krafti þess­ara fyr­ir­vara og Alþingi hafi samþykkt þá með af­ger­andi hætti.

„Eðli­lega er þó enn andstaða við málið meðal al­menn­ings eins og und­ir­skrift­ir um 10.000 Íslend­inga, sem for­seta hafa borist, eru meðal ann­ars til vitn­is um. Fyr­ir­var­arn­ir sem Alþingi smíðaði og samþykkti taka mið af sann­gjörn­um rétti þjóðar­inn­ar, hags­mun­um Íslend­inga á kom­andi árum og alþjóðlegri samá­byrgð. For­seti hef­ur því ákveðið að staðfesta lög­in með sér­stakri áritaðri til­vís­un til fyr­ir­vara Alþing­is. Um leið læt­ur for­seti í ljósi þá ósk, að kraft­ar þings og þjóðar verði sam­einaðir í því brýna verk­efni að end­ur­reisa ís­lenskt efna­hags­líf, styrkja fjár­hag heim­il­anna og stoðir at­vinnu­veg­anna. Að und­an­förnu hef­ur okk­ur birst á marg­vís­leg­an hátt að Íslend­ing­ar eiga fjölþætt sókn­ar­færi, að auðlind­ir lands­ins, hæfni og þekk­ing þjóðar­inn­ar geta orðið grund­völl­ur að traustu og rétt­látu hag­kerfi. Þau sókn­ar­færi þarf nú að nýta,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert