Lækkar úr 1.560 þúsund niður fyrir eina milljón

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar. mbl.is/Golli

Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar, segir að laun nýráðins forstjóra fyrirtækisins, Harðar Arnarsonar, muni taka mið af ákvörðunum kjaradóms. „Hann var ráðinn forstjóri á þeim forsendum að launin taki mið af lögum í landinu og ákvörðunum þeirra sem ákveða launin, þ.e. kjararáðs.“

Bryndís segir mánaðarlaun forstjórans fyrir dagvinnu vera nú 1.560 þúsund á mánuði. Ríkisstjórnin hefur boðað breytingar á launum hjá ríkinu, þannig að laun æðstu starfsmanna ríkisins og dótturfyrirtækja þess taki mið af því að enginn verði með hærri laun en forsætisráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá kjararáði eru mánaðarlaun Jóhönnu Sigurðardóttur 935 þúsund á mánuði. Áður en launin voru lækkuð, eftir hrun bankakerfisins sl. haust, voru launin tæplega 1,1 milljón króna.

Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar gætu samkvæmt þessu, að því gefnu að þau fari niður fyrir laun forsætisráðherra, lækkað um nærri 40 prósent. Bryndís segir þó ekki ljóst enn hvernig niðurstaða málsins verður. „Nýr forstjóri var ráðinn til starfa fullkomlega meðvitaður um að launin gætu breyst. Ákvörðunarvaldið um laun forstjóra fer frá stjórn fyrirtækisins til kjararáðs og nú verður bara að bíða og sjá hvernig þetta verður áætlað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert