„Menn fara best með eigið fé“

„Menn fara yf­ir­leitt best með eigið fé og því er það far­sæl­ast fyr­ir launa­fólk í land­inu að það sjálft ákveði al­farið hverj­ir stýra sjóðum þess,“ seg­ir í álykt­un stjórn­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands.

Í álykt­un stjórn­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands eru önn­ur stétt­ar­fé­lög í land­inu hvött til að end­ur­skoða þátt­töku at­vinnu­rek­enda í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða. Við blasi að fjár­mun­ir flestra líf­eyr­is­sjóða séu eign launa­fólks en ekki at­vinnu­rek­enda.

„Af þeim sök­um tel­ur Sjó­manna­fé­lag Íslands full­trúa at­vinnu­rek­enda ekk­ert er­indi eiga í stjórn­ir þess­ara líf­eyr­is­sjóða. Full­trú­ar launa­fólks eru að mati sjó­manna­fé­lags­ins best til þess falln­ir að fjár­festa og varðveita fjár­muni sjóðanna enda bera þeir aug­ljós­lega hag launa­fólks fyr­ir brjósti. Ekki verður séð að hags­mun­ir at­vinnu­rek­enda séu þeir sömu og sjóðsfé­laga enda eru fjár­mun­ir sjóðanna ekki í eigu þeirra fyrr­nefndu,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Þá var­ar Sjó­manna­fé­lagið við hug­mynd­um um stofn­un sér­staks fjár­fest­inga­sjóðs á veg­um líf­eyr­is­sjóðanna í land­inu sem ætlað er að fjár­festa fyr­ir hönd líf­eyr­is­sjóðanna í framtíðinni. Verði af stofn­un slíks fjár­fest­inga­sjóðs tel­ur Sjó­manna­fé­lag Íslands afar mik­il­vægt að haldið verði föst­um tök­um utan um fjár­fest­ing­ar sjóðsins og að góðar trygg­ing­ar séu fyr­ir öll­um út­lán­um hans. Saga und­an­far­inna miss­era hafi sýnt að alls ekki hafi verið nógu vel staðið að rekstri og fjár­fest­ing­um fjöl­margra líf­eyr­is­sjóða sem hafi leitt til tug­millj­arða tjóns fyr­ir launþega í land­inu.

Loks tel­ur Sjó­manna­fé­lag Íslands æski­legt að sömu kröf­ur séu gerðar til stjórn­enda líf­eyr­is­sjóða og annarra fyr­ir­tækja. Ef illa gangi séu það stjórn­end­ur sem beri ábyrgðina.

„Yf­ir­menn líf­eyr­is­sjóða þiggja háar greiðslur fyr­ir störf sín fyr­ir sjóðina og eru þær marg­falt hærri en meðallaun sjóðsfé­lag­anna. Það ætti því að vera skýr krafa sjóðsfé­laga að stjórn­end­ur sjóðanna víki frá í þeim til­vik­um þar sem mikl­ir fjár­mun­ir hafa tap­ast og feli hæf­ari aðilum að halda um stjórn­artaum­ana. Sjó­manna­fé­lagið bend­ir á að menn fara yf­ir­leitt best með eigið fé og því sé það far­sæl­ast fyr­ir launa­fólk í land­inu að það sjálft ákveði al­farið hverj­ir stýra sjóðum þeirra,“seg­ir í álykt­un stjórn­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands.

Vef­ur Sjó­manna­fé­lags Íslands

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert