Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir á heimasíðu sinni í kvöld að sérfræðingar OECD sjái ástæðu til að blanda sér í íslensk stjórnmál með því að hvetja til upptöku evru á grundvelli aðildar að Evrópusambandinu.
„Þeir gera þetta örugglega ekki nema vegna þess að ríkisstjórnin hefur gefið grænt ljós til þess. Sé svo ekki, ætti ríkisstjórnin að mótmæla þessari íhlutun í mál, sem ekki er á könnu OECD," segir Björn.