Skrautleg busun hjá Kvennó í dag

Góð sveifla á rennibrautinni.
Góð sveifla á rennibrautinni. Mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Þeir voru ófrýni­leg­ir um­sjón­ar­menn busa­vígslunn­ar sem fram fór hjá Kvenna­skól­an­um í dag.Voru ný­nem­arn­ir látn­ir ganga í gegn­um alls kyns þraut­ir.

Ekki var farið mjúk­um hönd­um um ný­nema Kvenna­skól­ans við bus­un­ina í dag en all­ir virt­ust þó skemmta sér hið besta. Var fólkið renna sér á bak­inu, skríða í gegn­um þrauta­göng og drekka ógeðsdrykk.

Hafa ný­nem­arn­ir nú farið í gegn­um eld­vígslu eldri nema og verið vígðir inn í skól­ann með vatni úr tjörn­inni. Mega þeir nú ganga stolt­ir inn um mennt­un­ar­dyr í skól­an­um.

Í kvöld stend­ur svo nem­enda­fé­lagið fyr­ir dans­leik á Nasa við Aust­ur­völl og stend­ur hann milli 22 og 01:00

Svo nem­ar geti nú skemmt sér svo lengi verður leyfi í fyrsta tíma á morg­un. Munu ef­laust marg­ir verða því fegn­ir í fyrra­málið.


Að lokum voru krakkarnir vígðir inn með vatni úr tjörninni.
Að lok­um voru krakk­arn­ir vígðir inn með vatni úr tjörn­inni. Mbl.is/​Heiðar Kristjáns­son
Nemar máttu gera sér að góðu að láta klappa sér …
Nem­ar máttu gera sér að góðu að láta klappa sér með af­söguðum hand­legg. Vænt­an­lega þó úr plasti! Heiðar Kristjáns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka