Skrautleg busun hjá Kvennó í dag

Góð sveifla á rennibrautinni.
Góð sveifla á rennibrautinni. Mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Þeir voru ófrýnilegir umsjónarmenn busavígslunnar sem fram fór hjá Kvennaskólanum í dag.Voru nýnemarnir látnir ganga í gegnum alls kyns þrautir.

Ekki var farið mjúkum höndum um nýnema Kvennaskólans við busunina í dag en allir virtust þó skemmta sér hið besta. Var fólkið renna sér á bakinu, skríða í gegnum þrautagöng og drekka ógeðsdrykk.

Hafa nýnemarnir nú farið í gegnum eldvígslu eldri nema og verið vígðir inn í skólann með vatni úr tjörninni. Mega þeir nú ganga stoltir inn um menntunardyr í skólanum.

Í kvöld stendur svo nemendafélagið fyrir dansleik á Nasa við Austurvöll og stendur hann milli 22 og 01:00

Svo nemar geti nú skemmt sér svo lengi verður leyfi í fyrsta tíma á morgun. Munu eflaust margir verða því fegnir í fyrramálið.


Að lokum voru krakkarnir vígðir inn með vatni úr tjörninni.
Að lokum voru krakkarnir vígðir inn með vatni úr tjörninni. Mbl.is/Heiðar Kristjánsson
Nemar máttu gera sér að góðu að láta klappa sér …
Nemar máttu gera sér að góðu að láta klappa sér með afsöguðum handlegg. Væntanlega þó úr plasti! Heiðar Kristjánsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert