Kona slasaðist á hlaupum undan vistmanni á sambýli

Kópavogur.
Kópavogur. www.mats.is

Tvítug kona, starfsmaður á sambýli fyrir fatlaða í Kópavogi, brotnaði á báðum fótum í síðustu viku þegar hún flúði undan vistmanni sem fékk æðiskast. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum.

Konan vildi sjálf ekki tjá sig um málið þar sem hún er bundin þagnarskyldu. Samkvæmt heimildum blaðsins stundar hún háskólanám en starfaði á sambýlinu í sumar. Hún fór í aðgerð vegna áverka sinna og liggur enn á sjúkrahúsi með báða fætur í gifsi. Hún má ekki stíga í fæturna næstu 2-3 mánuði og gert er ráð fyrir því að hún verði meira og minna bundin við hjólastól þann tíma.

Umræddur vistmaður, ungur maður, á það til að verða mjög reiður og ógnar þá gjarnan fólki. Það gerðist í þetta tiltekna skipti og konan sá sér þann kost vænstan að hlaupa út úr húsinu enda mun starfsfólk ekki eiga annars úrkosti. Það getur ekki gripið til þess ráðs, svo dæmi sé tekið, að ýta á öryggishnapp til þess að láta vita hvers kyns er, eins og starfsfólk á geðdeildum getur gert í tilviki sem þessu.

Maðurinn elti konuna. Þegar hún kom út hugðist hún stökkva niður fáein þrep til að komast í burtu á sem skemmstum tíma en féll og fótbrotnaði. Maðurinn kom þá aðvífandi og sparkaði ítrekað í konuna þar til annar starfsmaður kom að og athygli mannsins beindist annað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert