Starfsmaður á plani réðist á viðskiptavini

Starfsmaður á bensínstöð Olís í Norðlingaholti réðist að nokkrum viðskiptavinum í dag. Komu aðrir starfsmenn bensínstöðvarinnar fólkinu til aðstoðar og kom til nokkurra stympinga. Maðurinn var handtekinn. Þá var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. Bíll valt í Arnarfirði.

Ekki liggur fyrir hvað lá að baki árás mannsins en hann mun hafa átt erfiðan dag. Sagði hann lögreglu að hann hefði misst stjórn á skapi sínu. Eftir yfirheyrslur var manninum sleppt.

Umferðarslys varð á gatnamótum Álftanesvegar og Hafnarfjarðarvegar í Hafnarfirði þegar ekið var á gangandi vegfaranda þar í kvöld. Sjúkrabíll var sendur á staðinn en ekki liggur fyrir hvernig atvikið varð eða hversu mikið manneskjan er slösuð.

Bílvelta var í Arnarfirði í dag, skammt undan Hrafnseyri. Missti ökumaðurinn stjórn á bílnum í lausamöl og endaði hann utan vegar. Fólkið í bílnum, erlendir ferðamenn, slasaðist lítillega en bíllinn er óökufær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka