Uppgötva vota gröf við Faxaflóa

Íslenska landhelgisgæslan telur sig hafa fundið bandaríska strandgæsluskipið Alexander Hamilton á hafsbotni norðvestan við Faxaflóa. Skipið skaut þýskur kafbátur niður með tundurskeyti þann 29. janúar árið 1942 og fórust með því 32 menn.

Að sögn Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar uppgötvuðust fyrstu ummerki skipsins þegar nýrri flugvél landhelgisgæslunnar var flogið heim frá Kanada í sumar. Þá var með nýjum búnaði hægt að greina olíubrák á haffletinum á staðnum sem skipið liggur. Þegar málið var kannað betur kom í ljós skipsflak á hafsbotninum.

Í fyrrakvöld gerði Landhelgisgæslan svo út leiðangur í samstarfi við fyrirtækin Hafmynd Gavia og köfunarþjónustu Árna Kópssonar þar sem notast var við fjarstýrðan kafbát og neðansjávarmyndavél. Þær athuganir leiddu í ljós að allar líkur eru á að skipið sé hinn bandaríski Alexander Hamilton, fyrsta skipið sem Bandaríkjamenn misstu eftir á þeir blönduðu sér í seinni heimsstyrjöldina af fullum þunga í kjölfar árásarinnar á Pearl Harbour í desember 1941.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Skipsflakið á hafsbotni.
Skipsflakið á hafsbotni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert