Fjölskylduhjálp Íslands mun úthluta 500 skólapökkum í dag á milli kl. 15-17.
Um er að ræða skólapakka fyrir nemendur í grunnskóla og framhaldsskóla. Þetta er afrakstur söfnunar í Kringlunni sem Skólastoðin stóð fyrir, segir í fréttatilkynningu.