Bjóða sig fram í stjórn Borgarahreyfingarinnar

Valgeir Skagfjörð.
Valgeir Skagfjörð.

Hóp­ur fólks hef­ur til­kynnt fram­boð í stjórn Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar á lands­fundi flokks­ins, sem hald­inn verður 12. sept­em­ber. Seg­ir í yf­ir­lýs­ingu hóps­ins að þing­hóp­ur hreyf­ing­ar­inn­ar hafi verið hugsaður sem brú frá gras­rót­inni inn á Alþingi en þess í stað hafi hug­sjón­ir, stefna og kraft­ur hreyf­ing­ar­inn­ar týnst í deil­um og óánægju á alla kanta.  

 Um er að ræða Ásthildi Jóns­dótt­ur, Bjarka Hilm­ars­son, Björgu Sig­urðardótt­ur, Guðmund Andra Skúla­son, Gunn­ar Gunn­ars­son, Gunn­ar Sig­urðsson, Heiðu B. Heiðars­dótt­ur, Ingifríði Rögnu Skúla­dótt­ur, Jón Kr. Arn­ar­son, Lilju Skafta­dótt­ur Sig­urð Hr. Sig­urðsson og Val­geir Skag­fjörð. Seg­ist fólkið koma fram sem hóp­ur en bjóði sig engu að síður  hvert og eitt fram til starfs­ins sem ein­stak­ling­ar.
 

Val­geir, sem er varaþingmaður flokks­ins, seg­ir á bloggsíðu sinni, að horf­ast verði í augu við það, að Borg­ara­hreyf­ing­in sé í eðli sínu ekk­ert annað en stjórn­mála­flokk­ur. Sem slík verði Borg­ara­hreyf­ing­in að vera lýðræðis­leg á sama hátt og aðrir stjórn­mála­flokk­ar og þá sé ekki nema eðli­legt að upp komi sú staða að ein­hverj­ir vilji taka mál­in í sín­ar hend­ur og koma hreyf­ing­unni aft­ur á þann stað sem hún var fyr­ir kosn­ing­ar þó ekki væri nema til að ná aft­ur trú­verðug­leika og senda fé­lög­um sín­um og kjós­end­um sín­um skila­boð að Borg­ara­hreyf­ing­in sé lif­andi stjórn­mála­afl sem ætli sér að breyta sam­fé­lag­inu í átt til betra lýðræðis, rétt­læt­is, bættra stjórn­ar­hátta og gagn­sæ­is og heiðarleika í ís­lenskri stjórn­sýslu og alls staðar á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert