Busarnir tolleraðir í MR

Upp sem busi, niður sem MR-ingur.
Upp sem busi, niður sem MR-ingur. mbl.is/RAX

Nýnemar við Menntaskólann í Reykjavík voru busaðir í dag, en skv. gamalli hefð sáu togaklæddir elstu bekkingar um busavígsluna. Árni Freyr Snorrason, inspector scholae, segir vígsluna hafa gengið vel. Nýnemarnir hafi verið tolleraðir í lokin og lent sem fullgildir MR-ingar.

Mikil hefð fylgir þessum degi, þar sem m.a. maðurinn með ljáinn mætir og tónverkið Carmina Burana kemur við sögu. Hlaupið er í kringum skólann, öskrað á busana, sem eru settir í busunarpytti, og reynt að hræða þá.

Allt fór þó vel og í lokin fengu nýnemarnir mjólk og köku í tilefni dagsins. Í kvöld verður svo haldið ball þar sem MR-ingarnir munu skemmta sér saman.

Aldrei hafa fleiri nýnemar hafið nám við MR og í ár, eða 277 talsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert