Draga á úr losun um 35% til 2020

mbl.is/Júlíus

Reykja­vík­ur­borg hef­ur markað þá stefnu að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 35% til árs­ins 2020 og 73% til árs­ins 2050. Hlut­fall sam­gangna er um 70% af heild­ar­los­un gróður­húsaloft­teg­unda í Reykja­vík og meðhöndl­un úr­gangs um 20%. Borg­in er fyrst sveit­ar­fé­laga á Íslandi til að setja sér stefnu í lofts­lags- og loft­gæðamál­um.

Stefn­an er tví­skipt og fjall­ar ann­ars veg­ar um lang­tíma­áhrif á lofts­lag í heim­in­um og hins veg­ar um skamm­tíma­áhrif á það loft sem borg­ar­bú­ar anda að sér dag hvern.

Í dag los­ar hver íbúi í Reykja­vík um 3 tonn af kol­díoxíði (CO2). Ef mark­mið stefn­unn­ar um heild­ar­los­un gróður­húsaloft­teg­unda ná fram að ganga verður los­un á hvern íbúa um 1,7 tonn af kol­díoxíði árið 2020 og um 0,6 tonn árið 2050.

Los­un gróður­húsaloft­teg­unda í Reykja­vík er fyrst og fremst vegna bíla­flot­ans. Önnur viðamik­il upp­spretta los­un­ar er urðun­ar­svæðin í borg­inni og finna þarf leiðir til að draga úr mynd­un úr­gangs og nýta líf­ræn­an úr­gang.

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að draga megi úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda m.a. með breyttu skipu­lagi inn­an borg­ar­inn­ar, þar sem íbú­ar geta sótt vinnu í sínu hverfi og þurfa þá ekki að keyra til vinnu. Tæki­færi séu í kol­efn­is­bind­ingu, til dæm­is með frek­ari skóg­rækt í borg­ar­land­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert