Flugvél ekið á kyrrstæðan bíl

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/ÞÖK

Það óhapp varð á Reykja­vík­ur­flug­velli um klukk­an fjög­ur á laug­ar­dag að list­flug­vél var ekið á kyrr­stæðan mann­laus­an bíl sem stóð á vell­in­um. Óhappið, sem er skil­greint sem al­var­legt flug­at­vik, var til­kynnt til Flug­mála­stjórn­ar en rann­sókn þess er í hönd­um lög­reglu. 

Sam­kvæmt því sem fram kem­ur í lög­reglu­skýrslu um at­vikið var bíln­um lagt inn á af­markað svæði á flug­hlaði við flugþjón­ustu­húsið. Á hlaðinu er bíl­um og flug­vél­um lagt sam­kvæmt leyfi og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu hafði ökumaður um­rædds bíls leyfi til að leggja hon­um þar. 

Flugmaður tvíþekj­unn­ar sá hins veg­ar ekki bíl­inn, er hann kom þar að, enda er sjón­lína flug­manna ekki alltaf beint fram. Ók hann því vél­inni á bíl­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert