Fjárlaganefnd hefur verið boðuð til fundar klukkan 12 í dag þar sem fyrstu viðbrögð Breta og Hollendinga við nýjum lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-lánasamninganna verða kynnt.
Á fundinn koma embættismenn, sem hafa farið til Bretlands og Hollands og rætt við þarlenda embættismenn.