Grunnur að lausn á vanda heimila?

mbl.is

Ein af þeim hugmyndum sem komið hafa fram um aðstoð við heimilin vegna mikillar hækkunar á greiðslubyrði og skuldum er að afkomutengja lánin. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, greindi nýlega frá þessari hugmynd í grein í Morgunblaðinu.

Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er spurt hvort ekki sé hægt, tímabundið, að ganga alla leið í þessum efnum og afkomutengja endurgreiðslur lána að fullu og jafnvel höfuðstól lánanna einnig.

Þær aðgerðir sem boðið er upp á til aðstoðar heimilunum eru að margra mati ófullnægjandi. Þá er líklegt að hugmyndir um niðurfellingu skulda geti verið skammgóður vermir. Afkomutenging lána gæti hugsanlega verið millistigið þarna á milli.

Hugmyndin er sú, að ef laun skuldara halda ekki í við verðbólguna, þá leiðréttist greiðslubyrðin og hugsanlega eftirstöðvarnar einnig. Það sem skuldarinn greiðir umfram það sem hann hefði greitt ef lán hans tækju mið af breytingum á launum hans fengi hann endurgreitt. Það sama gæti og átt við um eftirstöðvar lána. Þeir fengju því aðstoð sem á þurfa að halda. Upphafsdagsetning aðgerða af þessu tagi skiptir miklu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka