Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu fulltrúa VG um að kannaðir verði kostir þess að selja bílastæðahús Reykjavíkur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknarflokks greiddu tillögunni atkvæði en fulltrúar Samfylkingar sátu hjá, m.a. á þeirri forsendu, að einkavæðing bílastæðahúsa gæti leitt til stórhækkunar á bílastæðagjöldum í borginni.
Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir, að jafnvel þótt bílastæðahús borgarinnar væru seld, sem engin ákvörðun hafi verið tekin um, hafi borgin alla möguleika til að stjórna bílastæðapólitík í Reykjavík, m.a. verðlagningu bílastæða. Umhverfis- og samgönguráð muni nú skoða hvaða leið sé best í þessum efnum og hvort sala húsanna geti verið miðborginni til framdráttar.