Kanna möguleika á sölu bílastæðahúsa

Eitt af bílastæðahúsum Reykjavíkur.
Eitt af bílastæðahúsum Reykjavíkur.

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur samþykkti í dag til­lögu full­trúa VG um að kannaðir verði kost­ir þess að selja bíla­stæðahús Reykja­vík­ur. 

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks, VG og Fram­sókn­ar­flokks greiddu til­lög­unni at­kvæði en full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar sátu hjá, m.a. á þeirri for­sendu, að einka­væðing bíla­stæðahúsa gæti leitt til stór­hækk­un­ar á bíla­stæðagjöld­um í borg­inni. 

Í bók­un full­trúa Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks seg­ir, að jafn­vel þótt bíla­stæðahús borg­ar­inn­ar væru seld, sem eng­in ákvörðun hafi verið tek­in um, hafi borg­in alla mögu­leika til að stjórna bíla­stæðapóli­tík í Reykja­vík, m.a. verðlagn­ingu bíla­stæða. Um­hverf­is- og sam­gönguráð muni nú skoða hvaða leið sé best í þess­um efn­um og hvort sala hús­anna geti verið miðborg­inni til fram­drátt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert