Metnaðarfull áætlun á ís?

Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta.
Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta. mbl.is/Árni Sæberg

Íslensk stjórn­völd sögðu man­sali stríð á hend­ur í mars sl. þegar Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, þáver­andi fé­lags­málaráðherra, kynnti aðgerðaáætl­un gegn man­sali. Í áætl­un­inni voru til­greind­ar 25 aðgerðir sem hafa það all­ar að mark­miði að efla mögu­leika stjórn­valda á að koma lög­um yfir þá sem stunda man­sal þannig að þeim verði refsað og tryggja fórn­ar­lömb­un­um skjól og vernd.

Nú tæpu hálfu ári síðar hef­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðamanns, aðeins ein aðgerð verið út­færð á meðan fimm aðrar eru í vinnslu. Þannig hef­ur Alþingi þegar samþykkt að gera kaup á vændi refsi­verð. Í vinnslu er í fyrsta lagi að skipa sér­fræði- og sam­hæf­ing­ar­t­eymi viðeig­andi ráðuneyta, stofn­ana og frjálsra fé­laga­sam­taka sem hafa á yf­ir­sýn yfir man­sals­mál á Íslandi og um­sjón með þeim, í öðru lagi að gera breyt­ing­ar á lög­um með það að mark­miði að banna hvers kyns nekt­ar­sýn­ing­ar á skemmtistöðum og koma í veg fyr­ir að þeir geri út á nekt starfs­manna, í þriðja lagi að ís­lensk stjórn­völd full­gildi Pal­ermó­bók­un­ina frá ár­inu 2000 sem og samn­ing Evr­ópuráðsins frá 2005, í fjórða lagi að sett­ar verði siðaregl­ur fyr­ir stjórn­ar­ráðið sem tryggi m.a. að kaup full­trúa ís­lenskra stjórn­valda á hvers kon­ar kyn­lífsþjón­ustu verði ekki liðin og í fimmta og síðasta lagi að ís­lensk stjórn­völd taki virk­an þátt í alþjóðasam­starfi og stefnu­mót­un sem miði að því að koma í veg fyr­ir að fórn­ar­lömb ánetj­ist man­selj­end­um.

Þetta þýðir að 19 af 25 aðgerðum áætl­un­ar­inn­ar hafa enn ekki komið til fram­kvæmda né eru í vinnslu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðamanns helg­ast það fyrst og fremst af því að all­ar falla þess­ar aðgerðir und­ir verksvið sér­staks sér­fræði- og sam­hæf­ing­ar­t­eym­is sem enn hef­ur ekki verið skipað, en til stend­ur að full­skipa í októ­ber nk. Ein helsta ástæða þess að dreg­ist hef­ur að skipa teymið er að sam­kvæmt mál­efna­samn­ingi rík­is­stjórn­ar­inn­ar fær­ist ábyrgðin á man­sals­mál­um frá fé­lags­málaráðuneyt­inu til dóms­málaráðuneyt­is­ins 1. októ­ber nk.

„Ég held að þetta mál hafi verið sett á ís, því aðgerðaáætl­un­in var kynnt rétt fyr­ir kosn­ing­ar og síðan hafa stjórn­völd róið lífróður fyr­ir sam­fé­lagið. Þannig að meira að segja ég, sem alltaf er að banka á dyrn­ar hjá þeim, hef ákveðin skiln­ing á því,“ seg­ir Guðrún Jóns­dótt­ir, talskona Stíga­móta, sem sat í vinnu­hópn­um sem vann aðgerðaáætl­un­ina gegn man­sali. Að sögn Guðrún­ar hef­ur henni verið boðið að sitja í fyrr­greindu sér­fræðingat­eymi um man­sal og seg­ist hún hafa tekið því boði fagn­andi, en tel­ur miður að teymið hafi enn ekki verið kallað sam­an til starfa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert