Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir á heimasíðu sinni, að yfirlýsingar Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um að hægt sé að skera niður um fimmtung í íslenska heilbrigðiskerfinu án þess að skerða þjónustu, þýði á mannamáli að hækka eigi sjúklingaskatta.
„Við þurfum ekki annað en líta til Spánar til að finna fordæmi, segja skýrsluhöfundar. Það sem gera þurfi sé að opna kerfið betur fyrir einkavæðingu og taka upp notendagjöld í ríkari mæli. Á mannamáli þýðir þetta að hækka eigi sjúklingaskatta," segir Ögmundur m.a.