Segja Landsvirkjun ekki hafa greitt sveitarstjórnarmönnum

Landsvirkjun áformar að byggja þrjár virkjanir í Neðri Þjórsá. Tvær …
Landsvirkjun áformar að byggja þrjár virkjanir í Neðri Þjórsá. Tvær þeirra, Hvamms- og Holtavirkjun, eiga að vera í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. mbl.is/Rax

Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áréttað er að Landsvirkjun greiddi engar greiðslur til sveitarstjórnarmanna sveitarfélagsins vegna vinnu við breytingar á aðalskipulagi.

Í yfirlýsingunni segir, að varðandi greiðslur til sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahrepp þá hafi sveitarfélagið krafið, í samræmi við samkomulag, Landsvirkjun m.a. um greiðslu á þeim kostnaði sem sveitarfélagið hafði orðið fyrir vegna lögbundinna greiðslna fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna.

Um hafi verið að ræða greiðslur fyrir aukafundi og vinnufundi sem eingöngu voru haldnir vegna aðalskipulagsbreytingarinnar. Fráleitt sé því að ýja að því að borið hafi verið fé á sveitarstjórnarmenn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert