Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrjá karlmenn í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað úr verslunum, einn í 60 daga fangelsi og hinna tvo í 30 daga fangelsi.
Um er að ræða tvö mál. Í öðru voru tveir karlmenn ákærðir fyrir að hafa sett barnaföt í barnavagn í verslun, sem selur barnavörur. Mennirnir gengu síðan með vagninn og fötin út án þess að greiða. Barnavagninn var metinn á 129.900 krónur og fötun á tæpar 2000 krónur.
Sá mannanna sem þyngri dóminn hlaut var einnig ákærður fyrir að hafa stolið jakka úr fataverslun og hljómflutningstækjum úr verslun í Kringlunni.
Í hinu málinu var maður dæmdu fyrir að stela áfengispela úr verslun ÁTVR í Skútuvogu.