Steingrímur í réttum

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, fór eftir hádegið norður í land í dag, þar sem hann hyggst fara í göngur og réttir í sinni heimabyggð.

„Já, ég hlakka til. Ég verð í göngum í námunda við Hvammsheiði á mínum heimaslóðum. Við göngum langleiðina inn undir Hólsfjöll og til baka aftur. Við förum þetta allt á hestum, með gamla góða laginu. Þetta verður yndislegt gaman í góðum félagsskap og vonandi góðu veðri,“ sagði Steingrímur í gær, fullur tilhlökkunar að fá nokkurra daga frí frá amstri fjármálaráðherrastarfsins, það fyrsta frá því fyrir hrun í október í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert