Ábendingar snúast um pólitík

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra við kennslu í Háskóla unga fólksins.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra við kennslu í Háskóla unga fólksins. mbl.is/Jakob Fannar

OECD legg­ur til, í skýrslu sem birt var á þriðju­dag, að stjórn­völd leggi áherslu á að stytta nám á fram­halds­skóla­stigi úr fjór­um árum í þrjú. Einnig séu tæki­færi til hagræðing­ar á há­skóla­stig­inu. Op­in­ber­ir há­skól­ar eigi að eiga kost á að inn­heimta skóla­gjöld í stað þess að skera niður náms­fram­boð.

Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta­málaráðherra sagði að þetta væri spurn­ing um póli­tík. Hún teldi að ekki ætti að skerða náms­inni­hald á fram­halds­skóla­stigi, þótt skoða mætti leiðir til að stytta náms­tím­ann. Katrín sagði að verið væri að skoða nýja náms­hætti og kennslu­hætti í tengsl­um við ný­leg lög um fram­halds­skóla. Einnig væri verið að skoða leiðir til að hagræða á há­skóla­stigi, m.a. með því að sam­eina stofnþjón­ustu, og sam­starf há­skóla um doktors­nám.

„Ég held að það sé mjög mik­il­vægt ef við ætl­um að viðhalda líf­legu há­skólaum­hverfi á Íslandi að bjóða upp á doktors­nám, að minnsta kosti í sum­um grein­um,“ sagði Katrín. Hún sagði skóla­gjöld vera póli­tískt mál og hluta af hægris­innaðri hug­mynda­fræði. Þau snertu grund­vall­ar­atriði á borð við jafn­rétti til náms. Hér hefðu skóla­gjöld verið fjár­mögnuð af LÍN, það er op­in­beru fé, og verið að hluta niður­greidd.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert