Býður sig fram til formanns SUS

Fanney Birna Jónsdóttir.
Fanney Birna Jónsdóttir.

Fanney Birna Jónsdóttir gefur kost á sér til að gegna embætti formanns í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi, sem haldið verður á Ísafirði helgina 25.-27. september.

Fram kemur i tilkynningu að núverandi formaður, Þórlindur Kjartansson, hafi tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Teitur Björn Einarsson, 1. varaformaður, muni ekki heldur sækjast eftir endurkjöri.

Fanney Birna, sem er 25 ára,  er fyrrverandi formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Hún skipaði  8. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður í nýafstöðnum kosningum.

Hún er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands frá árinu 2003. Hún er með BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka mastersgráðu þaðan næsta vor. Hún var formaður Orator, félags laganema við Háskóla Íslands, frá árinu 2006 til 2007.

Fanney Birna starfar nú hjá CreditInfo Group en hefur einnig starfað sem flugfreyja hjá Icelandair.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert