Byrjað að bólusetja í október

Byrjað verður að bólusetja gegn svínaflensu hér á landi í …
Byrjað verður að bólusetja gegn svínaflensu hér á landi í byrjun október. Reuters

Stefnt er að því að byrjað verði að bólu­setja gegn svínaflens­unni (H1N1) hér á landi í byrj­un októ­ber en von er á bólu­efn­inu til lands­ins um næstu mánaðamót. Gert er ráð fyr­ir að bólu­efnið kosti um 370 milj­ón­ir króna en það fer þó eft­ir gengi krón­unn­ar.   

Fyrsti mark­hóp­ur­inn tel­ur um sjö­tíu þúsund manns en í hon­um eru þungaðar kon­ur, heil­brigðis­starfs­menn, sjúk­ling­ar með ákveðna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, lög­reglu­menn, slökkviliðsmenn og björg­un­ar­sveit­ar­menn. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi sótt­varna­lækn­is og al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag. 

Ein­ung­is verður bólu­sett á heilsu­gæslu­stöðvum, Land­spít­al­an­um og sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri. Er gert ráð fyr­ir því að fyrsti mark­hóp­ur mæti í bólu­setn­ingu fyrstu þrjár vik­urn­ar í októ­ber.  Hann þarf síðan að bólu­setja aft­ur og verður það gert áður en bólu­setn­inga ann­ars mark­hóps hefst. Þó er hvatt til þess að þeir sem til­heyri mark­hópi tvö gefi sig fram til bólu­setn­ing­ar næstu þrjár vik­ur eft­ir fyrstu bólu­setn­ingu þ.e. í lok októ­ber og byrj­um nóv­em­ber. Í þeim hóp eru börn frá sex mánaða aldri til átján ára. Bet­ur á eft­ir að skil­greina hverj­ir fleiri falla í þann hóp.

Stjórn­völd hafa keypt 300.000 skammta af bólu­efni sem koma hingað í fjór­um send­ing­um, hinni síðustu um ára­mót. Fyrstu tvær send­ing­arn­ar munu fara í bólu­setn­ingu fyrsta mark­hóps og hef­ur hann verið skil­greind­ur með til­liti til þess hversu mikið magn bólu­efn­is berst til lands­ins í þeim send­ing­um.

Fram kom á fund­in­um í dag að svo virðist sem væg veik­indi og óþæg­indi fylgi oft bólu­setn­ingu með nýja bólu­efn­inu en að þau ein­kenni virðistsvipuð þeim ein­kenn­um sem fylgi bólu­setn­ingu með öðrum ból­efn­um gegn flensu. Það sé því alltaf mats­atriði hvort bólu­setja eigi viðkvæma  hópa eins og þungaðar kon­ur en að það sem flens­an virðist leggj­ast þungt á þær sé það talið ráðlegt í þessu til­felli. Ekki er gert ráð fyr­ir um­fangs­mikl­um vinnu­for­föll­um ein­stak­linga úr mark­hópi I vegna bólu­setn­ing­ar­inn­ar.    

Í morg­un var síma­fund­ur al­manna­varna­deild­ar og sótt­varna­lækn­is með sótt­varna­lækn­um og lög­reglu­stjór­um um land allt þar sem fjallað var um stöðuna í in­flú­ensu­mál­inu, einkum um fram­kvæmd bólu­setn­ing­ar næstu mánuði. Þetta er ann­ar síma­fund­ur­inn af þessu tagi og ætl­un­in er að þeir verði reglu­leg­ur viðburður á hverj­um föstu­dags­morgni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem kynnt­ar voru á blaðamanna­fundi í dag.

Alls hafa 173 til­felli af in­flú­ensu A (H1N1) verið staðfest með sýna­töku hér­lend­is. Til­fell­un­um hef­ur farið fækk­andi og skýr­ing­in kann m.a. að vera sú að sýna­tök­um fækk­ar. In­flú­ens­an hef­ur verið staðfest alls staðar á land­inu nema í Vest­manna­eyj­um.

Bólu­setn­ingu vegna hefðbund­inn­ar flensu jafn­vel frestað

Ljóst er að gríðarlegt álag verður á heilsu­gæslu og heil­brigðis­kerfi lands­ins vegna bólu­setn­ing­ar­inn­ar. Gert er ráð fyr­ir allt að 400.000 bólu­setn­ing­um á land­inu til ára­móta vegna in­flú­ensu A (H1N1) og „venju­legr­ar og ár­legr­ar in­flú­ensu“, sam­kvæmt minn­is­blaði frá fund­in­um í morg­un.

Bólu­efni vegna venju­legr­ar in­flú­ensu er vænt­an­legt til lands­ins í haust, eins og venju­lega á þess­um árs­tíma. Hugs­an­legt er að þeirri bólu­setn­ingu verði frestað í fá­ein­ar vik­ur til leggja ekki meira á heil­brigðis­kerfið á stutt­um tíma en fyr­ir­sjá­an­legt er vegna in­flú­ens­unn­ar A (H1N1).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert