Engar fréttir af viðbrögðum Breta og Hollendinga

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson. mbl.is

Góður andi var í viðræðum íslenskra, breskra og hollenskra embættismanna á óformlegum fundi í Haag í fyrradag um nýsamþykkta fyrirvara Alþingis við Icesave-samninginn. Þetta segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fjárlaganefnd Alþingis fundaði í gær með fulltrúum forsætis-, fjármála- og utanríkisráðuneytis þar sem hún var upplýst um stöðu viðræðnanna.

„Það voru í rauninni engar fréttir en þó það góðar að þær voru ekki neikvæðar heldur,“ segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar.

„Engin viðbrögð voru komin – málið er ennþá á embættismannastigi og í eðlilegum farvegi. Fundurinn var haldinn af kurteisi við fjárlaganefnd sem hefur sett svona mikla vinnu í þetta, enda hafði verið óskað eftir að hún fengi að fylgjast með.“

Í tilkynningu forsætisráðuneytisins segir að fulltrúar landanna taki væntanlega upp þráðinn í næstu viku „í þeim tilgangi að ná fram sameiginlegum skilningi eins fljótt og auðið er“.

Þá sendi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra breskum og hollenskum kollegum sínum bréf í síðustu viku þar sem óskað var eftir að þeir beittu sér fyrir farsælli lausn á málinu. Í bréfinu var einnig fjallað um hugsanlega fundi forsætisráðherranna þriggja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert