Er fólksfækkun jafnvel jákvæð í kreppunni?

Fá Ingólfstorgi á Menningarnótt.
Fá Ingólfstorgi á Menningarnótt. mbl.is/Júlíus

Getur fólksfækkun hjálpað Íslandi út úr kreppunni? Þóroddur Bjarnason, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, telur a.m.k. nauðsynlegt að velta stöðu mála gaumgæfilega fyrir sér áður en skrattinn er málaður á vegginn.

Þóroddur hélt erindi á Félagsvísindatorgi HA í vikunni og benti þar m.a. á að gengju svörtustu spár eftir, um að 9,3% landsmanna flyttust á brott – eins og gerðist í Færeyjum þegar efnahagshrunið varð þar um 1990 – yrðu íbúar Íslands þrátt fyrir allt jafn margir og þeir voru árið 2003.

„Það er hugsanlegt að fólksflutningar geti hjálpað okkur út úr kreppunni, en það sem skiptir mestu máli er hvaða fólk fer og hvers vegna. Það er sitt hvað þegar fólk hrekst úr landi niðurbrotið eftir að hafa orðið gjaldþrota og misst vinnuna eða að fólk fari með því hugarfari að nú sé rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt. Að því finnist ný tækifæri gefast,“ segir Þóroddur.

Auðvitað yrði það vandamál ef mjög fækkaði í tilteknum aldurshópum eða starfsstéttum, segir hann en nefnir að ekki megi gleyma því að Íslendingar í útlöndum séu mikil auðlind, „og þeir sem kunna að flytja út núna eru hluti af varaliðinu sem þjóðin á í útlöndum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert