Fimm bíla árekstur á Miklubraut

Fimm bíla árekstur varð á Miklubraut við Stakkahlíð um kl. 14 í dag. Tveir voru fluttir á slysadeild, en þeir eru ekki sagðir vera alvarlega meiddir. Að sögn lögreglu kvörtuðu aðrir undan eymslum. Um aftanákeyrslur var að ræða.

Ekki urðu miklar umferðartafir en bílarnir sem rákust saman voru allir á leið í vesturátt eftir Miklubrautinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka