Íslenska ríkið gæti eignast helming í Byr

mbl.is/Kristinn

Endurskipulagning Byrs sparisjóðs er á lokastigi en allir helstu erlendir kröfuhafar sparisjóðsins, alls nítján að tölu, hafa skrifað undir bindandi samkomulag sem felur m.a. í sér niðurfellingu verulegs hluta krafna þeirra á hendur sparisjóðnum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Stærstu kröfuhafarnir eru þýsku bankarnir HSH Nordbank og Bayerische Landesbank og austurríski bankinn RZB. Kröfuhöfunum bauðst að gerast stofnfjáreigendur í sparisjóðnum en völdu frekar að fá hluta krafna sinna greiddan strax.

Sparisjóðurinn sótti um 10,6 milljarða króna stofnfjárframlag frá ríkissjóði sem bíður afgreiðslu hjá fjármálaráðuneytinu. Ef ráðuneytið afgreiðir umsókn sjóðsins gæti það skilað sér í því að ríkissjóður eignaðist allt að helmingshlut í sparisjóðnum, samkvæmt heimildum blaðsins. Verði það niðurstaðan munu stofnfjárhlutir annarra eigenda þynnast út hlutfallslega í samræmi við það. Heildarfjárhæð niðurfellingar erlendra kröfuhafa hefur ekki fengist upp gefin, en því meira af kröfum sem þeir gefa eftir því meira hækkar eigið fé sparisjóðsins. Því er ekki útilokað að verðmætarýrnun núverandi stofnfjáreigenda verði takmörkuð.

Ákvörðun Steingríms

„Þeir [fulltrúar AGS] eru ekki ákvörðunaraðili um það hvort samþykki [verður veitt] eða ekki. Það ræðst af því hvort sparisjóðurinn uppfyllir skilyrðin. Það er ekki þannig að þeir hafi síðasta orðið. Það má segja að það sé ég sem endanlega ræð því í þeim skilningi,“ segir hann. Einn liður í samkomulagi við AGS er endurreisn fjármálafyrirtækja. „Óháð samstarfinu við AGS er þetta eitthvað sem við ætluðum að gera. Það er ekki þannig að einhver einstök skref í þessu séu skilyrði fyrir endurskoðun sjóðsins,“ segir Steingrímur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert