Karl höfðar mál gegn fréttamönnum

Karl Wernersson.
Karl Wernersson.

Karl Werners­son hef­ur stefnt Óskari Hrafni Þor­valds­syni, frétta­stjóra Stöðvar 2 og Vís­is, og frétta­mönn­un­um Gunn­ari Erni Jóns­syni og Telmu Tóm­as­son vegna frétt­ar um milli­færsl­ur Karls úr Straumi yfir á er­lenda banka­reikn­inga.

Fram kem­ur á vísi.is að Karl krefj­ist einn­ar millj­ón­ar króna í skaðabæt­ur.

Feðgarn­ir Björgólf­ur Guðmunds­son og Björgólf­ur Thor Björgólfs­son hafa einnig stefnt Óskari Hrafni og Gunn­ari Erni Jóns­syni af sömu ástæðu og  krefjast hvor um sig einn­ar millj­ón­ar króna í skaðabæt­ur. Krefjast þeir feðgar að um­mæli sem höfð voru um þá verði dæmd dauð og ómerk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka