Niðurskurður kynntur á LSH

Landspítalinn
Landspítalinn mbl.is/Ómar

Reynt verður eftir fremsta megni að komast hjá uppsögnum á Landspítalanum þótt mikill niðurskurðir blasi við. Þetta segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, sem mun funda með starfsfólki spítalans í dag. Þó sé líklegt að starfshlutfall verði skert eða vöktum breytt. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Björn Zoega, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, tekur við sem forstjóri Landspítalans undir lok mánaðarins af Huldu Gunnlaugsdóttur. Hann sagði í samtali við RÚV í morgun að ljóst sé að ráðast verði í töluvert róttækar aðgerðir til að reyna að ná endum saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert