Reiknar með að snúa aftur

Frá starfsmannafundi á Landspítala í dag.
Frá starfsmannafundi á Landspítala í dag. mbl.is/Eggert

,,Þegar maður fer í leyfi þá ger­ir maður ráð fyr­ir að koma aft­ur til starfa. Það hef­ur ekk­ert með starfið að gera að ég tek mér leyfi, það eru fyrst og fremst per­sónu­leg­ar aðstæður," sagði Hulda Gunn­lags­dótt­ir, for­stjóri Land­spít­al­ans, á fundi með fjöl­miðlamönn­um á Ei­ríks­stöðum, aðalskrif­stofu spít­al­ans.

Hún sagði það ekk­ert hafa með heil­brigðisráðherra að gera að hún taki sér leyfi. Hún væri búin að fá til sín mjög hæft fólk í hverja stjórn­un­ar­stöðu og Björn Zoëga, sem mun gegna starfi for­stjóra í leyfi Huldu, væri mjög hæf­ur til að standa í brúnni.

Á fund­in­um voru kynnt­ar nán­ar aðgerðir sem spít­al­inn þarf að ráðast í á þessu ári til að minnka rekstr­ar­kostnað en gerð er krafa um að að sá kostnaður verði lækkaður á þessu ári um 2,8 millj­arða. Á fyrstu sex mánuðum árs­ins náðust 70% af þeirri kröfu ef geng­isáhrif eru dreg­in frá en aðeins um 40% ef þau eru tek­in með í reikn­ing­inn. Áætlað er að hagræða um 400 millj­ón­ir króna á þessu ári en aðgerðirn­ar verða nán­ar út­færðar á næstu tveim­ur vik­um. Tak­ist það þá verður rekstr­ar­halli spít­al­ans um 1,2 millj­arðar króna, að meðtöld­um geng­isáhrif­um.

Breyta á sól­ar­hrings­deild­um í dag­deild­ir eða fimm daga deild­ir. Loka á tveim­ur skurðstof­um, sem ekki ligg­ur fyr­ir nán­ar með hvaða hætti verður gert. Lækka á kostnað við inn­kaup, lækka bif­reiðakostnað, tíma­bundn­ar ráðning­ar verða ekki end­ur­nýjaðar, ekki ráðið í störf þeirra sem hætta vegna ald­urs. Þá á að lækka mennt­un­ar- og símennt­un­ar­kostnað og ákveða regl­ur um breyti­lega yf­ir­vinnu. Fram kom á fund­in­um að óljóst er hvort grípa þurfi til ein­hverra upp­sagna. Björn sagði aðgerðirn­ar koma til að með að bitna á öll­um starfs­mönn­um, með ein­um eða öðrum hætti. Bæði með minnk­andi yf­ir­vinnu, lægri auka­greiðslum eins og fyr­ir bif­reiðakostnað, end­ur­mennt­un o.fl.

Sam­kvæmt sex mánaða upp­gjöri Land­spít­ala er halli á rekstr­in­um 825 millj­ón­ir króna en spá fyr­ir árið ger­ir ráð fyr­ir halla upp á sam­an­lagt 1,6 millj­arða ef geng­isáhrif eru tek­in með í reikn­ing­inn.

Hulda hélt starfs­manna­fundi á fjór­um stofn­un­um Land­spít­al­ans í morg­un þar sem hún kynnti fyr­ir­hugaðar sparnaðaraðgerðir; á Landa­koti, Kleppi, í Foss­vog­in­um og að síðustu á Hring­braut. Þar út­skýrði Hulda einnig fyr­ir starfs­mönn­um af hverju hún ákvað að taka sér árs­leyfi frá störf­um. Kvaddi hún starfs­fólkið að sinni og þakkaði þeim fyr­ir frá­bært starf við erfiðar aðstæður.

Hulda Gunnlaugsdóttir.
Hulda Gunn­laugs­dótt­ir. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert