Skoða aðra orkunýtingu en til álvers

mbl.is/Ómar

Stjórnarflokkarnir, Samfylkingin og Vinstri græn, vilja kanna möguleikana á því að nýta orkuna á Þeistareykjum á Norðurlandi í önnur verkefni en álver á Bakka á Húsavík, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Viljayfirlýsing stjórnvalda, Alcoa og Norðurþings vegna rannsókna fyrir hugsanlegt álver á Bakka við Húsavík rennur út 1. október. Möguleikarnir á annarri nýtingu hafa verið ræddir á óformlegum fundum, m.a. í iðnaðarráðuneytinu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fundað yrði frekar um málið á næstu vikum með sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi.

Forsvarsmenn Alcoa vilja endurnýja viljayfirlýsinguna og vinna áfram að hagkvæmniathugun vegna mögulegra framkvæmda. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir Alcoa enn hafa áhuga á því að reisa álver á Bakka í samstarfi við þá sem að viljayfirlýsingunni standa.

Vinstri græn vilja hins vegar frekar kanna aðra möguleika en álver.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert