Starfsfólk óttast uppsagnir

„Það er uggur í mönnum, sérstaklega nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum sem eru ekki komnir með fastan samning,“ sagði viðmælandi og starfsmaður Landsspítala Háskólahjúkrahúss við mbl.is eftir starfsmannafund forstjóra í morgun.

Ljóst er að uggur er í fólki vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í rekstri LSH. Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri LSH sagði á blaðamannafundi í dag að hún sæi fram á uppsagnir á næsta ári ef fram færi sem horfir.

Það var að heyra á starfsfólki sjúkrahúsanna að það ætti von á enn frekari niðurskurði og að fregnirnar kæmu ekki á óvart. Þeir sem mbl sjónvarp ræddu við sögðu engan hita vera í mönnum en að margir óttuðust að uppsagnir væru í vændum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka