Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor hafa stefnt fréttastjóra Stöðvar 2 og vísis.is og fréttamanni á Stöð 2 vegna fréttar Stöðvar 2 í júlí sl. um að þeir og fyrirtæki á þeirra vegum hafi millifært fé af reikningum í Straumi til erlendra skattaparadísa.
Fara feðgarnir fram á eina milljón króna hvor í skaðabætur vegna fréttarinnar, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í hádeginu. Jafnframt verði ummæli fréttarinnar og fréttastjóra, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, verði dæmd dauð og ómerk.