Joseph Stiglitz, prófessorr við Columbiaháskóla í New York, mun á mánudag halda fyrirlestur um Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Fyrirlesturinn verður í Öskju, stofu 132 kl. 12:30-14:30. Að fyrirlestri loknum verða panelumræður þar sem fram koma Ársæll Valfells, Gylfi Zoega, Lilja Mósesdóttir og Jón Daníelsson. Fundarstjóri verður Egill Helgason.
Stiglitz fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2001. Hann hefur oft komið til Íslands og þekkir vel til íslenskra efnahagsmála.