Tveir stútar í höfuðborginni

Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvunarakstur í höfuðborginni nú undir kvöld. Í báðum tilvikum misstu ökumenn stjórn á bifreiðum sínum með þeim afleiðingum að töluvert eignartjón varð. Engin meiðsli urðu hins vegar á fólki. 

Í öðru tilvikinu missti karlmaður á fertugsaldri stjórn á fólksbifreið sinni á Dalvegi í Kópavogi með þeim afleiðingum að hann lenti á jeppa. 

Í hinu tilvikinu missti tæplega sextug kona stjórn á jepplingi sínum á Kringlumýrarbraut með þeim afleiðingum að hann lenti á umferðarmannvirki. Í báðum tilvikum varð töluvert tjón á ökutækjum. 

Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru að vanda tekin blóð- og þvagsýni sem send verða til greiningar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert