Í tilefni af Grafarvogsdeginum og fimm ára afmæli Nings á Stórhöfða eru starfsmenn Nings að laga 1.500 lítra af austurlenskri fiskisúpu. Telja þeir að aldrei áður hafi jafn stór skammtur af súpu verið lagaður á Íslandi áður.
Súpupotturinn var fluttur í bæinn frá Dalvik þar sem hann hefur verið notaður á Fiskideginum mikla en hann var áður mjólkurtankur.
Forleg hátíðarhöld á Grafarvogsdeginum hófust klukkan 13:00 við gamla Gufunesbæinn (þar sem ÍTR hefur aðstöðu).