Fjölmenni var á tónleikum sem haldnir voru á Ingólfstorgi í dag þar sem mótmælt var fyrirhugaðri breytingu Vallarstrætis og Ingólfstorgs.
Meðal þeirra sem tróðu upp voru Hjálmar, Hljómsveit Tómasar R. Einarssonar, Buff og Páll Óskar.
Hugmyndir eru uppi um að færa tvö gömul hús sem standa sunnan megin við Ingólfstorg eina 17 metra inn á torgið og byggja stórt hótel á reitnum sem húsin standa á núna. Borgarbúum gefst núna tækifæri, til 11. september, til að gera athugasemdir við tillöguna á slóðinni skipulag.is.
Við breytinguna mun húsið sem tónlistarstaðurinn Nasa er í hverfa með öllu, en áform eru uppi um að í framtíðinni verði eftirlíking tónlistarsals Nasa sett upp í kjallara hótelsins.