Enn eru í gangi viðræður milli íslenskra og brasilískra stjórnvalda um samning um flutning dæmdra manna á milli landanna. Ef af samkomulaginu verður eiga þeir Íslendingar, sem eru í varðhaldi eða fangelsi í Brasilíu, möguleika á að ljúka afplánun dómanna hér.
Samkvæmt upplýsingum úr dómsmálaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvort búið er að dæma í máli Íslendings sem handtekinn var á flugvelli í Brasilíu sl. vor með sex kíló af kókaíni í fórum sínum. Alls munu um 16 Íslendingar vera í fangelsi eða varðhaldi erlendis.