Sædísin aflahæst strandveiðibáta

Sædís ÞH 305 frá Húsavík.
Sædís ÞH 305 frá Húsavík. mlb.is/Hafþór Hreiðarsson

Sædís ÞH 305 frá Húsavík var aflahæst strandveiðibáta á nýafstöðnu  fiskveiðiári með 28 tonn þar af 26,7 tonn af þorski.   Tveir voru í áhöfn Sædísar, skipstjóri var Árni Guðmundsson, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda, smabatar.is.

Alls voru gefin út 595 leyfi til strandveiða og 554 bátar nýttu leyfin. 

Til veiðanna voru ætluð 3.955 tonnum af þorski og veiddust 87% af því, 3.450 tonn.  Heildarafli strandveiðibáta varð 4.104 tonn.   Að meðaltali veiddi hver strandveiðibátur 6,23 tonn af þorski.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert