Stuðningur í verki

Stefán Eiríksson lögreglustjóri rétti Arnþóri Davíðssyni sundkappa lögreglustjórahúfuna til að …
Stefán Eiríksson lögreglustjóri rétti Arnþóri Davíðssyni sundkappa lögreglustjórahúfuna til að hlýja sér eftir sundið mbl.is/Júlíus

Félagar í Sjósundfélagi lögreglunnar syntu í morgun frá Viðey inn í Reykjavíkurhöfn í því skyni að safna áheitum til styrktar félaga sínum sem nýlega greindist með krabbamein.Tók sundið rúmar tvær klukkustundir og fylgdust margir félagar og vinir þeirra með sundferðinni.

Meðal þeirra er Sveinn Bjarki Sigurðsson, félagi þeirra innan lögreglunnar sem nýlega greindist með krabbamein.  Markmiðið með sundinu var að sýna honum stuðning þar sem nokkrir starfsbræður tókust á við lengra og erfiðara sund en þeir hafa nokkurn tímann synt til þessa.  „Við munum allir sigra"  var slagorð dagsins í þeirra huga.

Nánar um sundið 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert