Bílvelta í Arnarfirði

mbl.is/Júlíus

Bifreið valt í Arnarfirði um kl. 17 í dag. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði voru erlendir ferðamenn í bílnum, en þeir sluppu með minniháttar meiðsl. Þetta er þriðja bílveltan í firðinum á um hálfs mánaðar tímabili. Í öllum tilvikum er um erlenda ferðamenn að ræða, segir lögregla.

Ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni í lausamöl með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er talað um að ökumaðurinn hafi ekið of hratt. 

Vegfarandi, sem átti þarna leið um á sama tíma, kom fólkinu til aðstoðar og lét lögreglu vita. 

Ferðamennirnir fóru á slysadeild eftir óhappið til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert