Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Golli

Björg­vin G. Sig­urðsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra, seg­ist hafa orðið fyr­ir árás nafn­lausra níðinga, sem hafi logið upp á sig og rægt á net­inu. 

Í pistli sem Björg­vin skrif­ar á vef­inn press­an.is kem­ur fram að ný­verið hafi hann upp­lifað nýja vídd í nafn­lausu níði og róg­b­urði á net­inu.

„Þar er farið af al­gjöru mis­kunn­ar­leysi í mitt einka­líf og hátt reitt til höggs. Stofnaður var þráður af netníðingi und­ir dul­nefni á síðunni er.is. Ekk­ert skyldi fara á milli mála og hét þráður­inn mínu nafni og því logið blákalt upp á mig að ég hefði verið drukk­inn á skemmti­stað og á kvennafari að auki,“ skrif­ar Björg­vin.

Hann bend­ir á að með til­komu nets­ins hafi nafn­laus róg­ur gengið af meira afli yfir sam­fé­lagið en nokkru sinni fyrr. Hug­laus­ir ves­al­ing­ar sitji nú í skjóli tölv­unn­ar og níðist nafn­laust á hverj­um þeim sem verðskuldi að mati róg­ber­ans níðið.

Björg­vin seg­ir að draga verði þá til ábyrgðar fyr­ir róg­inn og nafn­lausa níðið á net­inu sem haldi úti síðunum sem geri fólki kleift að ham­ast á æru fólks með lyg­um og rógu­burði í skjóli nafn­leynd­ar. Ljóst sé að veru­lega þurfi að skýra lög um ærumeiðing­ar og refsi­á­byrgð vegna henn­ar og muni hann beita sér að öllu afli til þess að hún fari fram og gangi hratt.

Hann bend­ir á að sl. vet­ur hafi því kerf­is­bundið verið logið upp á sig í gegn­um net og tölvu­pósta að hann hefði fengið af­skrifaðar skuld­ir í bönk­um.

„Hrein lygi sem gekk svo langt að ég skrifaði um það grein í Mogg­ann og hér á Press­una til að bera af mér sak­ir og fékk minn viðskipta­banka til að votta sann­leik­ann. En til­gangn­um með rógn­um var náð. Upp á mig stóð að bera af mér róg­inn eft­ir að hann hafði grafið und­an mann­orði mínu og trú­verðug­leika sem stjórn­mála­manns og eitrað allt mitt líf,“ skrif­ar Björg­vin.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka