Bókmenntahátíð sett

Frá setningunni nú síðdegis.
Frá setningunni nú síðdegis. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setti Bókmenntahátíð í Reykjavík með formlegum hætti kl. 16 í Norræna húsinu, en hátíðin stendur til 12. september nk. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Max Dager, forstjóri Norræna hússins, ávörpuðu einnig gesti í tilefni dagsins.

Á Bókmenntahátíð í Reykjavík koma innlendir og erlendir rithöfundar saman, kynna verk sín og ræða um líf sitt og störf. Nálægð við lesendur er aðalsmerki hátíðarinnar, en atburðir hátíðarinnar eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis.

Hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 1985 og er einn af helstu viðburðum íslenska bókmenntasamfélagsins.

Dagskráin hefst í Iðnó kl. 20 í kvöld. Þar munu fimm höfundar, íslenskir og erlendir, lesa úr verkum sínum.

Fyrstur stígur á stokk Steinar Bragi og mun hann lesa úr væntanlegri skáldsögu sinni. Næstur er norski höfundurinn Johan Harstad, þá Bergtóra Hanusardóttir frá Færeyjum, Luis López Nieves og loks Pulitzer-verðlaunahafinn Junot Díaz

Vefur Bókmenntahátíðar Reykjavíkur.

Frá setningarathöfninni í dag.
Frá setningarathöfninni í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert