Helgi Hóseasson látinn

Mótmælandi Íslands Helgi Hóseasson er látinn.
Mótmælandi Íslands Helgi Hóseasson er látinn. Brynjar Gauti

Helgi Hóseas­son lést á elli­heim­il­inu Grund í morg­un 89 ára að aldri. Helgi sem nefnd­ur hef­ur verið mót­mæl­andi Íslands fædd­ist í Hösk­uldsstaðaseli í Breiðdal þann 21. nóv­em­ber 1919. Hann var næ­stelst­ur fjög­urra systkina. Frá þessu var greint í há­deg­is­frétt­um Bylgj­unn­ar.

Helgi var menntaður húsa­smíðameist­ari, en þau rétt­indi hlaut hann árið 1941. For­eldr­ar hans voru þau Marsil­ía Ingi­björg Bessa­dótt­ir og Hóseas Björns­son.

Helgi var þekkt­ur fyr­ir mót­mæli sín allt frá ár­inu 1962 gegn meintu órétti sem hon­um finnst hann hafa verið beitt­ur af ís­lenska rík­inu allt frá því að hann fædd­ist. Í seinni tíð hef­ur hann einnig mót­mælt stuðningi Íslensks rík­is­valds við stríð og ójöfnuð.

Órétt­lætið sem Helgi sagðist þurfa að líða fólst í því að hann gat  ekki fengið kirkju, dóm­stóla eða annað yf­ir­vald til að rifta skírn­arsátt­mála sín­um. Kirkj­an og sam­fé­lagið vildu ekki viður­kenna að hann væri ekki leng­ur bund­inn lof­orðum gefn­um við skírn og ferm­ingu. Þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir og aðstoð lög­fræðings fékk  Helgi aldrei kröf­um sín­um fram­gengt.

Helgi var einnig þekkt­ur fyr­ir að hafa slett skyr­hrær­ingi á for­seta Íslands, bisk­up og alþing­is­menn við þing­setn­ingu árið 1972. Þegar Helgi var spurður í viðtali á Útvarpi Sögu í júní 2007 af hverju hann hefði skvett skyri en ekki ein­hverju öðru sagðist hann ekki hafa viljað skaða sjón mann­anna með sýru eða öðru hættu­legu. Seinna skvetti Helgi svo tjöru og ryðvarn­ar­efni á alþing­is­húsið ásamt því að brjóta í því rúðu.

Árið 2003 kom út heim­ild­ar­mynd­in Mót­mæl­andi Íslands, sem fjall­ar um Helga, eft­ir Þóru Fjel­sted og Jón Karl Helga­son. Mynd­in var til­nefnd til Edd­unn­ar fyr­ir bestu heim­ild­ar­mynd­ina sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert