Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokki, segir að það hefði átt að grípa mun fyrr til aðgerða fyrir heimilin í landinu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að hins vegar sé ekki hægt að afskrifa skuldir þvert á línuna. Það séu einfaldlega ekki til peningar fyrir því. Þetta kom fram í Silfri Egils í dag.
Að sögn Illuga hefði þurft að skilgreina hverjum væri hægt að bjarga og grípa þar inn miklu fyrr. Það sé skelfilegt fyrir fólk að upplifa það að geta ekki staðið undir skuldum sínum. Hann segir ljóst að það verði einhverjir sem fari í þrot, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Hins vegar sé flatur niðurskurður ekki lausnin. Ekki sé hægt að bíða með heimilin í landinu á meðan unnið sé að úrbótum í efnahagskerfinu.