Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru vegir greiðfærir um allt land þótt þungatakmarkanir séu á einstaka leiðum.
Nú standa yfir framkvæmdir við gerð nýrrar akreinar fyrir strætisvanga á Miklubraut milli Stakkahlíðar og Kringlumýrarbrautar. Ljóst er að einhverjar tafir geta orði á umferð á leið austur Miklubraut og að gatnamótum
Kringlumýrarbrautar. Loka þarf gönguleiðum tímabundið á meðan unnið er á þessu svæði og eru gangandi vegfarendur beðnir um að nota gönguleið við Stigahlíð á meðan. Áætluð verk lok eru 1. október 2009
Verið er að breyta gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar/Laugavegar. Framkvæmdinni er skipt í áfanga og
verða einstaka akreinar á gatnamótunum lokaðar tímabundið eða þrengt að á afmörkuðum svæðum. Að auki þarf að loka stöku gönguleiðum tímabundið. Áætluð verklok eru 1. nóvember 2009.
Vegna endurbóta á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns verður Borgartún austan Kringlumýrarbrautar að Laugarnesvegi lokað fram undir miðjan október.