Erfitt að starfa undir nafni Landsbankans

mbl.is/hag

Nafn Landsbankans verður um ókomna tíð tengt við hryðjuverkalög. Því verður erfitt fyrir Nýja Landsbankann að starfa undir því vörumerki.

Jón Hákon Magnússon, eigandi og framkvæmdastjóri KOM almannatengsla, segir að bankinn þurfi að byrja upp á nýtt. „Ef vel á að vera þarf bankinn að setja þetta aftur fyrir sig,“ segir hann.

Gat ekki heitið Nýi Glitnir

Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka, segir að bankinn hafi ekki getað heitið Nýi Glitnir. Það hafi verið mjög mikilvæg aðgerð að aðgreina nýja bankann frá gamla Glitni.

Nýja Kaupþing hefur farið í gegnum naflaskoðun á eigin ímynd en Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um nýtt nafn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka