Nafn Landsbankans verður um ókomna tíð tengt við hryðjuverkalög. Því verður erfitt fyrir Nýja Landsbankann að starfa undir því vörumerki.
Jón Hákon Magnússon, eigandi og framkvæmdastjóri KOM almannatengsla, segir að bankinn þurfi að byrja upp á nýtt. „Ef vel á að vera þarf bankinn að setja þetta aftur fyrir sig,“ segir hann.
Nýja Kaupþing hefur farið í gegnum naflaskoðun á eigin ímynd en Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um nýtt nafn.