Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann þýfi, sem metið er á milljónir króna í húsleit, sem gerð var í íbúð í austurborginni. Einn maður er í haldi lögreglu vegna málsins en rannsókn þess stendur enn yfir.
Það voru lögreglumenn frá lögreglustöð 3 við Dalveg í Kópavogi, sem fundu þýfið. Samkvæmt upplýsingum mbl.is var um að ræða tugi fartölva, myndavélar, skargripi, verkfæri og snyrtivörur svo eitthvað sé nefnt.
Maðurinn, sem var handtekinn, er af erlendu bergi brotinn. Ekki fengust upplýsingar hvort grunur léki á að hann tengdist þjófahópum, sem handteknir hafa verið á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.