Ísland á dagskrá AGS

Reuters

Mál­efni Íslands verða rædd á fundi stjórn­ar Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins þann 14. sept­em­ber næst­kom­andi. Taka átti end­ur­skoðun­ina fyr­ir á fundi þann 7. ág­úst sl. en því var frestað. Von­ir standa til þess að eft­ir fund­inn ber­ist ann­ar hluti 2,1 millj­arða Banda­ríkja­dala láns sjóðsins hingað.

Í kjöl­farið ber­ist fyrsti fjórðung­ur 2,5 millj­arða dala láns Norður­land­anna til styrk­ing­ar gjald­eyr­is­vara­forða Seðlabanka Íslands. Lán Norður­land­anna til Íslands verða ekki af­greidd fyrr en ákvörðun AGS ligg­ur fyr­ir.

„Aðal­út­borg­un­ar­skil­yrði nor­rænu lán­anna er samþykkt end­ur­skoðunar fram­kvæmda­stjórn­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á fram­vindu ís­lensku efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar,“ sagði Jón Sig­urðsson, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands um gjald­eyr­is­lán­in í kjöl­far af­greiðslu Alþing­is á Ices­a­ve.

Fyrsti hluti láns AGS var 827 millj­ón­ir dala sem greidd­ur var út í nóv­em­ber á síðasta ári og rest­in átti að koma í átta jöfn­um greiðslum sem verður hver að upp­hæð 155 millj­ón­ir dala.

Fyrsta end­ur­skoðunin og ann­ar hluti láns­ins hef­ur dreg­ist um­tals­vert en upp­runa­lega var hún á dag­skrá í fe­brú­ar á þessu ári. Drátt­ur í end­ur­skipu­lagn­ingu bank­anna, Ices­a­ve deil­an, stjórn­ar­skipti á Alþingi, taf­ir á  fram­lagn­ingu lang­tíma­áætl­un­ar í rík­is­fjár­mál­um o.fl. mál hafa valdið töf­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert